Eigin framleiðsla
Baldvin og Þorvaldur, söðlasmíðaverkstæði var stofnað árið 1905 í Reykjavík. Það var síðan flutt austur á Selfoss árið 1981 og hefur verið rekið þar síðan. Núverandi eigendur tóku við rekstrinum í lok nóvember árið 1997. Síðan þá hefur verið unnið markvisst að framleiðslu og viðgerðum á reiðtygjum og fylgihlutum fyrir hesta og menn. Einnig hefur hér verið sinnt hvers kyns sérsmíði fyrir bæði hesta og menn. Hér eru starfandi 2 söðlasmíðameistarar og hafa 3 nemar verið útskrifaðir sem söðlasmiðir.
Í gegnum árin hefur verslunarþátturinn stækkað jafnt og þétt og er nú rekin verslun samhliða söðlasmíðaverkstæði. Hér eru vörur fluttar bæði inn og talsvert út líka.