Eigendur Baldvins og Þorvaldar eru Guðmundur Árnason söðlasmíðameistari og Ragna Gunnarsdóttir. Þau keyptu reksturinn haustið 1997 og opnuðu verslunina aftur eftir endurbætur í kjallaranum á Austurvegi 21, Selfossi í byrjun desember 1997. Í ágúst 1999 var verslunin flutt í stærra og betra húsnæði að Austurvegi 56, Selfossi. Það var svo haustið 2022 sem verslunin og verkstæðið var flutt að Háheiði 2, Selfossi. Starfsmenn eru 3.

Baldvin og Þorvaldur byggir á gömlum grunni sem teygir sig aftur til 1905. Baldvin Einarsson og Þorvaldur Guðjónsson söðlasmiðir eru mennirnir á bak við nafnið Baldvin og Þorvaldur. Hafa nokkrir eigendur átt verkstæðið síðan þeirra naut við, þangað til að núverandi eigendur kaupa.

Starfsmenn á verkstæði eru:

  • Guðmundur, lærði söðlasmíði hjá Pétri Þórarinssyni (sem lærði á verkstæði Baldvins og Þorvaldar) og tók sveinspróf í febrúar 1997. Hann hefur síðan lokið meistaranámi í Söðlasmíði og útskrifað 3 sveina.
  • Ragna, lærður textílkennari frá KHÍ, útskrifuð vorið 1997.
  • Bára Másdóttir söðlasmíðameistari. Lærði hjá B&Þ og tók sveinspróf vorið 2009

Hjá Baldvin og Þorvaldi söðlasmíðaverkstæði er lögð áhersla á margskonar viðgerðir, breytingar og nýsmíði. Fjölbreytileiki verkefna er mikill og leggur starfsfólk sig fram um að leysa vandamál viðskiptavinanna.

Í versluninni kennir ýmissa grasa og alltaf stefnan að vera með sem fjölbreyttast úrval, sem hentar sem flestum. Mikið úrval af reiðtygjum, fatnaði og vörum tengdum hestum, hestamennsku og útivist.

Vöruúrval hér á heimasíðu er langt frá því að vera tæmandi og hugsað til að gefa innsýn í vöruúrvalið. Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

Baldvin og Þorvaldur ehf
Háheiði 2
800 Selfossi
S: 482-1900
N: verslun@baldvinogthorvaldur.is
Kt: 641197-2469